Aldrei verið færri á Vernd

Litla-Hraun. Fyrir hálfu ári biðu 340 eftir afplánun, eru nú …
Litla-Hraun. Fyrir hálfu ári biðu 340 eftir afplánun, eru nú 318 talsins. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Aldrei færri hafa verið á áfangaheimilinu Vernd en einmitt nú, segir Páll Winkel fangelsismálastjóri í samtali við Morgunblaðið. Nú dvelja þar sjö fangar, sem eru að ljúka sinni afplánun, en pláss er á áfangaheimilinu fyrir 22-24 einstaklinga.

Páll segir þetta vera sveiflukennt en á næstu vikum og mánuðum verði öll fangelsin mjög vel nýtt, þar á meðal Vernd. Eins og er eru einnig fáir undir rafrænu eftirliti.

Dvöl á áfangaheimili líkt og Vernd felur í sér afplánun hluta fangelsisrefsingar utan fangelsisins. Viðkomandi dvelur þá á sérstakri stofnun eða heimili undir eftirliti.

Ástæðan fyrir fjölda lausra plássa er að sögn Páls sú að í byrjun Covid fyrir ári voru talsvert margir fangar fluttir úr fangelsunum og inn á Vernd. Þeir hafi því núna lokið afplánun.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert