Brasilíska afbrigðið líklega á Íslandi

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur áhyggjur af stöðunni innanlands.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur áhyggjur af stöðunni innanlands. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að brasilískt afbrigði kórónuveirunnar sé líklega komið til landsins. Hann undirbýr nú tillögur að hertum sóttvarnaaðgerðum bæði innanlands og við landamærin.

RÚV greinir frá.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði í viðtali við mbl.is í dag að formenn ríkisstjórnarflokkanna ættu fund með sóttvarnalækni strax í fyrramálið. Í kjölfarið verður efni þess fundar kynnt ríkisstjórn á fundi sem hefst kl. 10.30 og lýkur líklega um hádegið.

Þrír greindust innanlands utan sóttkvíar og hundruð manna hafa verið send í sóttkví í tengslum við smitin. Almannavarnir hafa áhyggjur af því að ekki hafi tekist að rekja uppruna smitanna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert