Dýpra er niður á klöpp en reiknað var með

Borað er í væntanlegu gangastæði til þess að athuga jarðlög.
Borað er í væntanlegu gangastæði til þess að athuga jarðlög. mbl.is/Jónas Erlendsson

Bráðabirgðaniðurstöður rannsóknarborana í Reynisfjalli til undirbúnings gerðar vegganga virðast gefa tilefni til frekari rannsókna á svæðinu og að dýpra sé niður á bergklöpp en áður var talið.

Vegagerðin hefur hafið undirbúning að færslu Hringvegarins um Vík í Mýrdal. Vegurinn mun fara um jarðgöng í gegnum Reynisfjall og liggja sunnan við þorpið í stað þess að fara um Gatnabrún og í gegnum Vík. Unnið er að forhönnun og mati á umhverfisáhrifum. Til undirbúnings jarðgöngum hafa tvær holur verið boraðar austan megin í Reynisfjalli og þrjár vestan megin og unnið er að borun fjórðu holunnar.

Samkvæmt upplýsingum Vegagerðarinnar breyta ofangreindar frumniðurstöður engu varðandi það að jarðgöng eru raunhæfur kostur en líklegt að vegskáli vestan megin í Reynisfjalli þyrfti að vera lengri en reiknað hefur verið með. helgi@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert