Fyrsta gervihnattarmyndin sem tekin er í björtu af eldgosinu í Fagradalsfjalli hefur verið birt.
Myndirnar eru úr gervihnöttum Landsat-verkefnisins, verkefni Bandarísku geimferðastofnunarinnar (NASA) og Bandarísku jarðfræðistofnunarinnar, en það er viðamesta kortlagning á jörðu utan úr geimnum.
Landsat 8, nýjasti gervihnötturinn, hringsólar um jörðu í um 700 kílómetra hæð.
Orð Magnúsar Tuma Guðmundssonar jarðeðlisfræðings um að gosið sé „ræfilslegt“ koma óneitanlega upp í hugann þegar horft er á myndina, sem er áminning um hlutskipti okkar sem peð á plánetunni Jörð.