Gosið utan úr geimi

Eldgosið úr 700 kílómetra hæð.
Eldgosið úr 700 kílómetra hæð. Ljósmynd/Landsat

Fyrsta gervi­hnatt­ar­mynd­in sem tek­in er í björtu af eld­gos­inu í Fagra­dals­fjalli hef­ur verið birt.

Mynd­irn­ar eru úr gervi­hnött­um Landsat-verk­efn­is­ins, verk­efni Banda­rísku geim­ferðastofn­un­ar­inn­ar (NASA) og Banda­rísku jarðfræðistofn­un­ar­inn­ar, en það er viðamesta kort­lagn­ing á jörðu utan úr geimn­um.

Landsat 8, nýj­asti gervi­hnött­ur­inn, hring­sól­ar um jörðu í um 700 kíló­metra hæð. 

Orð Magnús­ar Tuma Guðmunds­son­ar jarðeðlis­fræðings um að gosið sé „ræf­ils­legt“ koma óneit­an­lega upp í hug­ann þegar horft er á mynd­ina, sem er áminn­ing um hlut­skipti okk­ar sem peð á plán­et­unni Jörð.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert