Gossvæðinu í Geldingadal við Fagradalsfjall hefur verið bætt inn á veðurkort veðurvefsins Bliku. Reiknaður hefur verið spápunktur skammt frá gosinu í 200 metra hæð í námunda við vefmyndavél RÚV.
Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur og annar eigenda Bliku, greinir frá þessu á Facebook. Segir hann að spáin eigi þá frekar við um veður undir lok gönguleiðarinnar úr suðri eða vestri, frekar en i dalnum sjálfum. Í dalnum megi búast við hægari vindi og auðvitað meiri hita frá hrauninu.
Spána má finna hér.
GELDINGADALIR: VEÐURSPÁ Á BLIKA.IS Reiknaður hefur verið spápunktur skammt frá gosinu. Hann er á Fagradalsfjalli, Í 200...
Posted by Einar Sveinbjörnsson on Monday, March 22, 2021