Heill árgangur í sóttkví

Norðlingaskóli.
Norðlingaskóli. Ljósmynd/Reykjavíkurborg

Nem­end­ur átt­unda bekkj­ar í Norðlinga­skóla auk tólf starfs­manna eru komn­ir í sótt­kví vegna smits hjá nem­anda við skól­ann. Aðal­björg Inga­dótt­ir skóla­stjóri seg­ir að nem­andinn hafi greinst með Covid-19 í gær.

Hún seg­ir að hringt hafi verið í skóla­stjórn­end­ur í gær­kvöldi þegar ljóst var að nem­andi var smitaður en hann var ekki í sótt­kví.

Sam­kvæmt heim­ild­um mbl.is teng­ist smitið í Norðlinga­skóla smit­inu í Laug­ar­nesskóla og smituðum leik­manni Fylk­is í knatt­spyrnu karla.

Skóla­fé­lag­ar og starfs­fólk eru í sótt­kví fram á föstu­dag og losna úr henni gegn nei­kvæðri niður­stöðu skimun­ar en þá verður vika liðin síðan nem­andinn kom síðast í skól­ann. Aðal­björg seg­ir ákvörðun um aðgerðir hafa verið tekna í sam­ráði við smitrakn­ing­ar­t­eymið.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert