Myndir af gosinu hjálpa til við landkynningu

Við eldgosið á Fagradalsfjalli.
Við eldgosið á Fagradalsfjalli. Ljósmynd/Þráinn Kolbeinsson

„Allar fréttir af tiltölulega skaðlausu gosi, sem lítur fallega út á myndum, hjálpa alveg örugglega til sem landkynning og nýtast í markaðssetningu almennt,“ segir Jóhannes Þór Skúlason hjá Samtökum ferðaþjónustunnar í Morgunblaðinu í dag.

„Ég veit ekki hversu mikið það ýtir beinlínis undir að fólk ferðist til landsins í sumar, en við höfum reynslu fyrir því að slíkt getur vakið mikinn áhuga á landinu.“

Hann segir að gosið hafi nú þegar hreyft við ýmsum fyrirtækjum í ferðaþjónustu, ekki síst kannski þyrlufyrirtækjunum, sem ekki hafi haft undan við að fara með fólk í útsýnisflug yfir gosstöðvarnar.

„Áhrifin af gosinu eru þess vegna jákvæð á ýmsa lund, en ég treysti mér ekki til að segja hverju það skili þegar upp er staðið,“ segir Jóhannes Þór. Hann segir að ýmis fyrirtæki í ferðaþjónustu séu þegar farin að nota myndir af gosinu til almennrar kynningar á landinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert