Netöryggiskeppni spennandi til loka

Hluti keppenda í gær, sumir voru ekki í mynd.
Hluti keppenda í gær, sumir voru ekki í mynd.

Elvar Árni Bjarnason, 20 ára nemi við Fjölbrautaskólann í Breiðholti, varð stigahæstur í Netöryggiskeppni Íslands og bar sigur úr býtum í sínum aldursflokki þar sem keppendur eru á aldrinum 14 til 20 ára.

Í eldri flokki varð James Elías Sigurðarson tölvunarfræðingur hlutskarpastur.

Úrslitin réðust seint í gærkvöldi eftir spennandi keppni sem stóð yfir í tvo daga. Tókust þar á 21 keppandi. Glímdu þeir við 24 gagnvirk verkefni, sem líktust raunverulegum öryggisgöllum sem upp hafa komið í tölvukerfum í áranna rás.

Elvar endaði með 12.000 stig og kveðst í samtali við Morgunblaðið ánægður með árangurinn: „Ég er bara ánægður með þetta,“ segir hann. Elvar stefnir í tölvunarfræðinám við Háskóla Íslands að lokinni útskrift úr FB í haust en þá mun Ísland einnig keppa í netöryggiskeppni Evrópu í Prag – tíu manna hópur frá Íslandi verður sendur þangað í september og byggir valið á úrslitum keppninnar, auk frammistöðu á æfingum sem haldnar verða í aðdraganda mótsins.

James hafnaði í fyrsta sæti í eldri flokki, líkt og áður sagði, með alls 11.150 stig, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert