Starfsmaður Landspítalans með Covid-19

Landspítalinn í Fossvogi.
Landspítalinn í Fossvogi. Ljósmynd/mbl.is

Eitt þeirra 26 kórónuveirusmita sem greinst hafa undanfarna þrjá daga, innanlands og við landamærin, greindist hjá starfsmanni Landspítala. 

Greint er frá smitinu á vef RÚV en starfsmaðurinn vinnur á rannsóknarsviði spítalans. Innan við tugur starfsmanna var sendur í sóttkví vegna þess og enginn sjúklingur.

Þar er haft eftir Má Kristjánssyni, yfirlækni smitsjúkdómadeildar spítalans, að á farsóttarnefndarfundi í hádeginu hafi verið rætt að færa starfsemi spítalans á hættustig vegna smita síðustu daga.

Það hafi ekki verið gert að sinni en þrír eru inniliggjandi á spítalanum með Covid-19.

Alls hafa 26 greinst með Covid-19 undanfarna þrjá daga. Sjö greindust innanlands og nítján á landamærunum. Af nítján eru tíu skipverjar flutningaskips á Reyðarfirði. Tveir voru með mótefni við landamærin og beðið er mótefnamælingar frá tveimur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert