Svaf í Grindavík og vissi ekkert af leitinni

Hópur fólks fylgdist með eldgosinu í gær.
Hópur fólks fylgdist með eldgosinu í gær. mbl.is/Kristinn Magnússon

Maðurinn sem var á bifreið sem hafði verið skilin eftir við gönguleiðina á gosstöðvarnar er þýskur. Hann var kominn til Grindavíkur klukkan hálfellefu í gærkvöldi og svaf þar í nótt. Hann hafði enga hugmynd um að verið væri að leita að honum.

„Ég hefði látið vita af mér ef ég hefði vitað að búið væri að loka gosstöðvunum. En ég frétti ekki af því fyrr en í morgun,“ sagði hann við RÚV.

Óskað var eftir þyrlu Landhelgisgæslunnar til að fljúga yfir svæðið, auk þess sem björgunarsveitarmenn leituðu að honum.

Þegar maðurinn sneri aftur frá gosstöðvunum ákvað hann að ganga til Grindavíkur og sofa þar í stað þess að ganga langa leið til baka að bílastæðinu við Bláa lónið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert