Tveir kiðlingar fæddust í nótt

Ljósmynd/Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn

Á tímum heimsfaraldurs og náttúruhamfara er ekki úr vegi að hressa sig við með myndum af nýjustu íbúum Fjölskyldu- og húsdýragarðsins í Laugardal. Vorboðinn ljúfi er geitburður, sem er hafinn í fjárhúsi garðsins.

Huðnan Rák bar einum hafri og einni huðnu í nótt, sem sjá má á myndunum frá garðinum. Ekki fer sögum af öðru en að þeim systkinum heilsist vel og séu tilbúin í sumarið. Geitburður hefst yfirleitt í apríl eða mars og sauðburður fylgir síðar um vorið.

Ljósmynd/Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn

Von er á fleiri kiðlingum og talsmenn garðsins biðja gesti því að sýna sérstaka tillitssemi í fjárhúsinu á næstu dögum. Í dag er opið frá 10 til 17.

Ljósmynd/Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn
Ljósmynd/Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert