Veðrið verst á Reykjanesi

Kort/Veðurstofa Íslands

Gular veðurviðvaranir eru í gildi á Suðurlandi og við Faxaflóa og gilda þær til klukkan 2 aðfaranótt þriðjudags. Suðvestanhvassviðri eða stormur, 15-23 m/s, hvassast á Reykjanesi síðdegis. Dimm og byljótt slyddu- eða snjóél og slæmt skyggni, hviður um 30 m/s. Ekkert útivistarveður.

Bjart að mestu norðaustanlands og hiti 0 til 5 stig. Dálítið hægari vindur á morgun, 8-15 m/s, og áfram suðvestanátt. Víða él og bjart að mestu norðaustan til. Kólnar, hiti um og yfir frostmarki.

Suðvestanhvassviðri eða -stormur, 15-23 m/s, hvassast á Reykjanesi síðdegis. Byljótt og dimm slyddu- eða snjóél og slæmt skyggni, hviður um 30 m/s. Ekkert útivistarveður.

Veðurhorfur í dag og næstu daga

Suðvestan 13-20 m/s og éljagangur, hvassast við vesturströndina, en bjart að mestu norðaustanlands. Hiti 0 til 5 stig.

Suðvestlæg átt, 8-15 m/s á morgun, en norðlægari norðvestanlands. Áfram víða él og léttskýjað norðaustan til. Hiti um og yfir frostmarki.

Á þriðjudag:
Suðvestlæg átt, 8-15 m/s, en norðlægari NV-lands. Víða él, en léttskýjað NA-til. Hiti um og yfir frostmarki.

Á miðvikudag:
Suðlæg eða breytileg átt með slyddu eða snjókomu í fyrstu, en síðan éljum, en úrkomulítið NA-lands. Hiti breytist lítið.

Á fimmtudag:
Ákveðin austlæg eða suðaustlæg átt með slyddu eða rigningu, en snjókomu á N-landi. Hiti kringum frostmark.

Á föstudag og laugardag:
Austlægar og norðaustlægar áttir með úrkomu í flestum landshlutum. Hiti um og yfir frostmarki syðst en vægt frost fyrir norðan.

Á sunnudag (pálmasunnudag):
Útlit fyrir norðaustanátt með rigningu eða slyddu um sunnan- og austanvert landið en dálítilli snjókomu fyrir norðan. Kólnar lítillega.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert