Veður og færð verður hvað verst síðdegis og fram á kvöld en gular veðurviðvaranir eru í gildi á Suðurlandi og við Faxaflóa og gilda þær til klukkan tvö aðfaranótt þriðjudags.
Í ábendingu veðurfræðings Vegagerðarinnar kemur fram að élin eru þétt úr suðvestri og með þeim verður blint og hálka á vegum, svo sem á Holtavörðuheiði og Hellisheiði.
Hálka eða hálkublettir eru á vegum á Vesturlandi og mjög hvasst á Holtavörðuheiði.
Snjóþekja, hálka eða hálkublettir eru á flestum leiðum á Vestfjörðum og hálkublettir á Öxi og Breiðdalsheiði á Austurlandi.