Aukagígur sækir í sig veðrið

Aðalgígurinn rís nokkuð hátt upp úr flatneskjunni og áfram vellur …
Aðalgígurinn rís nokkuð hátt upp úr flatneskjunni og áfram vellur úr honum hraunið með sama takti og hingað til. Engin merki eru um að dregið hafi úr virkninni. Austan megin hefur nýr gígur haslað sér völl. mbl.is/Kristinn Magnússon

Ný smærri sprunga hef­ur opn­ast bet­ur í hlið aðal­g­ígs­ins í eld­gos­inu í Geld­inga­dal í Fagra­dals­fjalli. Síðustu daga hef­ur mest­öll virkn­in verið í aðal­g­ígn­um en nú er hún mjög sjá­an­leg á þess­um tveim­ur stöðum.

Þessi breyt­ing átti sér stað í sein­asta lagi í morg­un, því að á vef­mynda­vél­um má sjá að gosið hef­ur verið á þess­um tveim­ur stöðum í all­an dag. Ljós­mynd­ari mbl.is festi nýja gíg­inn skil­merki­lega á filmu á ferð sinni um svæðið í dag.

Ein­ar Hjör­leifs­son, nátt­úru­vár­sér­fræðing­ur á Veður­stof­unni, staðfest­ir að aust­an meg­in við aðal­g­íg­inn hafi virkn­in auk­ist og komi þar upp í minna gosopi.

„Þetta þýðir bara að jarðeld­arn­ir standa enn þá yfir og á meðan við sjá­um eng­ar breyt­ing­ar á mæli­tækj­um okk­ar hér er mjög erfitt að meta hvenær gosið gæti endað,“ seg­ir Ein­ar í sam­tali við mbl.is.

Aðal­g­íg­ur­inn er orðinn tölu­vert stór hóll í lands­lag­inu og áfram vell­ur upp úr hon­um hraunið, með sama takti og hingað til. Eng­in merki eru um að dregið hafi úr virkn­inni.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert