Beðið um landbúnaðarráðuneyti

Vigdís Häsler, framkvæmdastjóri BÍ, afhenti Kristjáni ÞórJúlíussyni blóm. Gunnar Þorgeirsson …
Vigdís Häsler, framkvæmdastjóri BÍ, afhenti Kristjáni ÞórJúlíussyni blóm. Gunnar Þorgeirsson formaður gat þess að þetta væru íslensk blóm en það vakti athygli þegar ráðherra afhenti blómabændum landbúnaðarverðlaun á síðasta ári að þeim fylgdu innflutt blóm. Ljósmyn/Hörður Kristjánsson.

Forysta Bændasamtaka Íslands sér fyrir sér, „í sínum villtustu draumum“, að sett verði á fót sérstakt landbúnaðarráðuneyti á nýjan leik. Ákalli þess efnis að þetta væri efst á óskalistanum kom formaður Bændasamtakanna, Gunnar Þorgeirsson, á framfæri við ráðherra og alþingismenn sem viðstaddir voru setningu búnaðarþings í gær.

Gunnar sagði í ræðu sinni að framtíð íslensks landbúnaðar væri björt. Framtíðarsýn þurfi að vera skýr og leikreglur skýrar svo bændur geti fjárfest í greininni til framtíðar. Einnig sé nauðsynlegt að leikreglur stjórnvalda gagnvart innflutningi búvara og áhersla ríkisvaldsins í fæðuöryggi séu skýrar til lengri tíma.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra vakti athygli á misstórri hlutdeild innlendrar framleiðslu í einstökum búvörum í ávarpi sínu. Taldi hún að innan við helmingur af dæmigerðri innkaupakörfu væri innlend framleiðsla. Hægt væri að auka framleiðslu á sumum vörum en öðrum ekki. Hvatti hún til þess að hlutur innlendrar framleiðslu yrði aukinn. Það skipti máli til að tryggja fæðuöryggi og matvælaöryggi og um leið væri unnið gegn loftslagsvánni með minni flutningi matvæla, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert