Eitt smit innanlands í gær

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir fyrir utan ráðherrabústaðinn í morgun.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir fyrir utan ráðherrabústaðinn í morgun. mbl.is/Arnþór

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur skilað Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra minnisblaði vegna hertra aðgerða á landamærum. Hann sagði enn fremur að eitt kórónuveirusmit hefði greinst innanlands í gær og að viðkomandi hefði verið í sóttkví við greiningu.

Þórólfur fundaði með formönnum ríkisstjórnarflokkanna og heilbrigðisráðherra í morgun en sagði enga ákvörðun tekna á þeim fundi. 

Hann sagði ekki ástæðu til að grípa til hertra aðgerða núna vegna stöðunnar í faraldrinum en það gæti komið til þess fyrr en síðar.

Þetta kom fram í máli Þórólfs eftir fundinn í ráðherrabústaðnum. 

Fram kom í máli Svandísar í morgun að samkvæmt drögum að nýjum reglum væri meðal annars kveðið á um sýnatöku barna á landamærum og að fólk frá ákveðnum áhættusvæðum yrði skyldað til dvalar í farsóttahúsi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert