Fleiri smit í Laugarnesskóla

Smit hafa komið upp í fjórum bekkjum í 6. bekk …
Smit hafa komið upp í fjórum bekkjum í 6. bekk Laugarnesskóla. Ljósmynd/Reykjavíkurborg

Nokkrir nemendur í 6. bekk Laugarnesskóla hafa greinst með kórónuveiruna í dag og voru þeir allir í sóttkví við greiningu. Áður hafði einn nemandi og kennari við skólann greinst með veiruna.

Nemendurnir eru allir í ólíkum bekkjum, en allir í sama árgangi. Smit hafa nú greinst í fjórum af fimm bekkjum í 6. bekk skólans. Vísir greindi fyrst frá.

Í samtali við mbl.is segir Björn Gunnlaugsson aðstoðarskólastjóri að margir nemendur hafi farið í sýnatöku í dag. Endanlegar niðurstöður liggi ekki fyrir en ljóst að fleiri geti greinst smitaðir í kvöld. Hann vill ekki gefa upp nákvæman fjölda smita fyrr en niðurstaða skimana er fengin.

Allir nemendur í bekkjunum fjórum voru settir í sóttkví á mánudag auk nokkurra kennara, eða alls á níunda tug manna. Aðspurður segir Björn að enn sem komið er hafi ekki þurft að setja fleiri í sóttkví vegna smitanna. Það geti þó breyst eftir því sem störfum rakningarteymis vindur fram.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert