Glænýjar orrustuþotur í Keflavík

Flestir flugmannanna hafa flogið F-16-þotum áður og þurftu því aðeins …
Flestir flugmannanna hafa flogið F-16-þotum áður og þurftu því aðeins að uppfæra þjálfunina. Aðrir læra í Bandaríkjunum og hafa æft á F-35-þotunum. mbl.is/Hari

Norski flugherinn sinnir nú loftrýmisgæslu við Íslandsstrendur fyrir Atlantshafsbandalagið. Glænýjar F-35-orrustuþotur eru notaðar við gæsluna.

Í Morgunblaðinu í dag segir Vestein Pettersen, undirofursti í norska flughernum, að loftrýmisgæsla NATO úti fyrir Íslandi sé mjög mikilvæg fyrir öryggi aðildarríkja bandalagsins. Lofthelgi Íslands er enda eins konar hlið að lofthelgi NATO í Norðvestur-Evrópu.

Nálgast má nánari umfjöllun og ljósmyndir hér á mbl.is í vefútgáfu Morgunblaðsins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert