Gosið sést vel af höfuðborgarsvæðinu

Eldgosið sést vel frá holtinu í Hafnarfirði.
Eldgosið sést vel frá holtinu í Hafnarfirði. Ljósmynd/Guðrún Gerður

Gosið í Fagra­dals­fjalli hef­ur sést með ein­dæm­um vel frá út­hverf­um höfuðborg­ar­svæðis­ins í kvöld. Ástæðan er ekki að bæst hafi í hraun­flæðið held­ur er skyggni ein­fald­lega betra en verið hef­ur síðustu daga, að sögn Sigþrúðar Ármanns­dótt­ur, nátt­úru­vár­sér­fræðings á Veður­stof­unni.

„Þetta er þriðja kvöldið sem ég er á vakt og það fyrsta sem við sjá­um eitt­hvað,“ seg­ir Sigþrúður af veður­stofu­hæðinni í Reykja­vík. Hún seg­ir flæði goss­ins nokkuð óbreytt en þó líti út fyr­ir að tveir minni gíg­ar þess séu að sam­ein­ast í einn.

Fylgj­ast má með gos­inu í vef­mynda­vél mbl.is.

Tek­in var ákvörðun um að loka gossvæðinu klukk­an 17 í dag vegna gasmeng­un­ar, en vind hafði þá lægt og hætt við að eitraðar gas­teg­und­ir gætu sest í dæld­ir í lands­lag­inu. Staðan verður tek­in aft­ur í fyrra­málið en að sögn Sigþrúðar er áfram spáð litl­um vindi fram eft­ir degi.

Otti Rafn Sig­mars­son hjá björg­un­ar­sveit­inni Þor­birni í Grinda­vík var ný­kom­inn af gossvæðinu þegar blaðamaður náði tali af hon­um á tólfta tím­an­um. Hann seg­ir að kvöldið hafi gengið vel hjá sveit­inni og lítið verið um fólk í námunda við fjallið í óleyfi.

Ljós­mynd/​Arna Björg Arn­ar­dótt­ir
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert