Straumur í þéttbýlið

Hluti höfuðborgarsvæðisins.
Hluti höfuðborgarsvæðisins. mbl.is/Sigurður Bogi

Nær öll íbúafjölgun á landinu í fyrra var á stórhöfuðborgarsvæðinu: höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum, Akranesi, Hveragerði, Árborg og Ölfusi. Fyrir vikið er hlutfall svæðisins af íbúafjöldanum nærri 80%.

Búa nú tæplega 288 þúsund á stórhöfuðborgarsvæðinu eða álíka margir og bjuggu á landinu öllu árið 2003. Hefur þeim fjölgað um tæplega 46 þúsund frá árinu 2011, sem er ríflega 90% af íbúafjölguninni. Samtals fjölgaði landsmönnum um tæplega 4.700 í fyrra og þar af um tæplega 4.600 á stórhöfuðborgarsvæðinu. Víða á landsbyggðinni fækkaði hins vegar íbúum milli ára.

Skýrt mynstur í byggðaþróun

Má til einföldunar segja að Ísland sé að þróast í átt að stórum þjónustukjarna á stórhöfuðborgarsvæðinu með fámennu dreifbýli, ef frá er talin Akureyri, og að aðflutningur ýti undir þá þróun, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert