Tæma svæðið fyrir klukkan sjö

Fjöldi fólks hefur lagt leið sína að gosstöðvunum og lagt …
Fjöldi fólks hefur lagt leið sína að gosstöðvunum og lagt bílum sínum við Grindavíkurveg. mbl.is/Sigurður Bogi

„Það er til skoðunar að loka svæðinu,“ segir Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðar­yf­ir­lög­regluþjónn al­manna­varna­deild­ar rík­is­lög­reglu­stjóra, og á við gosstöðvarnar í Geldingadal. Óhætt er að ganga að þeim fyrri hluta dags en ekki síðdegis.

Rögnvaldur segir að þyrfti að vera búið að tæma eldgosasvæðið fyrir klukkan sjö í kvöld sem þýðir að enginn færi þangað í göngu síðdegis.

Rögnvaldur Ólafsson.
Rögnvaldur Ólafsson. mbl.is/Kristinn Magnússon

Ástæðan er sú að það á að lægja mikið og miklar líkur eru á að hættulegt gas safnist vel fyrir í kringum gosstöðvarnar.

Hraunið stækkar jafnt og þétt

Náttúruvársérfræðingur Veðurstofu Íslands segir fremur litla skjálftavirkni og að mjög lítill órói sé greinanlegur.

Ekki sjást miklar breytingar á gosinu sjálfu. Hraunið stækkar jafnt og þétt og áfram er fylgst með þróun mála.

Eldgos í Geldingadal á Reykjanesi.
Eldgos í Geldingadal á Reykjanesi. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert