Tæplega 38 þúsund manns hafa fengið bólusetningu

Alls er búið að bólusetja 37.962 einstaklinga á Íslandi og af þeim eru tæplega 17 þúsund fullbólusettir. 21.056 einstaklingar hafa fengið að minnsta kosti einn skammt. Hlutfall bólusettra er hæst meðal fólks á níræðisaldri en á eftir því þeir sem eru níræðir eða eldri. Á áttræðisaldri er búið að bólusetja rúmlega 32%. 

Mjög misjafnt er eftir landshlutum hversu hátt hlutfall íbúa hefur verið bólusett. Lægst er hlutfallið meðal íbúa á Suðurnesjum og á höfuðborgarsvæðinu. Langflestir hafa verið bólusettir á Austurlandi, Vesturlandi og Norðurlandi. 

Í gær og í dag er verið að bólusetja þá sem fengu fyrri skammtinn af Pfizer bóluefninu 4. mars. 

Fréttin hefur verið uppfærð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert