Suðurstrandarvegur verður áfram opinn með takmörkunum þangað til búið er að bæta hann og styrkja þannig að hann sé fullkomlega öruggur. Einstefna er frá Grindavík að Ísólfsskála í austur og hraði tekinn niður í 50 km/klst. á þeim kafla.
Tvístefna er um veginn að austanverðu og verður í gildi áður en kemur að svæðinu þar sem vegurinn hefur sprungið vegna jarðskjálfta upp á 5,4 sem varð beint undir honum.
Fram kemur í svari G. Péturs Matthíassonar, upplýsingafulltrúa Vegagerðarinnar, að staðan sé sú að vegriðið á einbreiða kaflanum haldi ekki miklu. Af þeim sökum sé ekki hægt að hafa báðar akreinar opnar.
Vegagerðin vinnur að áætlun um viðgerðir á veginum en það mun taka einhvern tíma.