Vegna veðurs vill lögreglustjórinn á Suðurnesjum hvetja fólk sem leggur leið sína að eldgosinu í Geldingardölum í dag til að yfirgefa eldgosasvæðið fyrir klukkan fimm í dag, þriðjudaginn 23. mars.
Samkvæmt spám Veðurstofu Íslands er í dag suðvestlæg átt og mun draga smám saman úr vindi. Eftir klukkan 19 má gera ráð fyrir að vindur sé undir 3 m/s og því getur magn SO2 nálægt eldstöðinni farið yfir 9.000 µg/m3, að því er fram kemur í tilkynningu.
Því getur skapast mikil hætta fyrir fólk sem er þar á staðnum. Miðað við vindaspá næst gosstöðvunum er því líklegt að loftgæði í næsta nágrenni gosstöðvanna og að gasmengun frá CO2 í dældum og lægðum nálgist lífshættuleg gildi.