1.500 milljarða hækkun á 7 árum

Fjármála- og efnahagsráðuneytið í Arnarhvoli við Lindargötu.
Fjármála- og efnahagsráðuneytið í Arnarhvoli við Lindargötu. mbl.is/Golli

Endurmetnar horfur gefa til kynna að skuldastaða ríkissjóðs og sveitarfélaganna verði betri en gert var ráð fyrir á seinasta ári en eftir sem áður er búist við að skuldir hins opinbera aukist um rúmlega 1.500 milljarða króna milli áranna 2019 og 2025.

Áður var talið að þær gætu hækkað um 1.750 milljarða. Þetta kemur fram í nýrri fjármálaáætlun fjármála- og efnahagsráðherra. Þar segir einnig að áfram ríki óvissa um framvindu faraldursins og afleiðingar hans fyrir efnahagslífið og opinber fjármál.

Þótt vöxtur skulda eigi að stöðvast á árinu 2025 er útlit fyrir að heildarskuldir ríkis og sveitarfélaga verði mjög miklar á næstu árum og er reiknað með að heildarskuldirnar að meðtöldum lífeyrisskuldbindingum nemi rúmum 3.500 milljörðum eða 85% af landsframleiðslu í árslok 2026. Í lok þessa árs er áætlað að heildarskuldir ríkissjóðs verði 1.519 milljarðar kr.

Í umfjöllun um fjármál sveitarfélaga í fjármálaáætluninni kemur fram að nú er talið að halli á afkomu sveitarfélaga hafi verið um 17 milljarðar í fyrra og gert er ráð fyrir að afkoman verði neikvæð allt tímabil fjármálaáætlunarinnar til 2026, að því er fram kemur í Morgublaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert