Ákvörðun ESB raski ekki afhendingu til Íslands

Stjórnarráðið hefur sent út tilkynningu vegna málsins.
Stjórnarráðið hefur sent út tilkynningu vegna málsins. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Íslensk stjórnvöld hafa gengið úr skugga um að ákvörðun Evrópusambandsins um að banna útflutning bóluefna gegn Covid-19 frá ríkjum sambandsins til landa utan þess mun ekki raska afhendingu bóluefna til Íslands.

Frá þessu greinir stjórnarráðið í tilkynningu.

„Ísland er aðili að samstarfi Evrópuþjóða um kaup á bóluefnum og situr við sama borð og ríki Evrópusambandsins varðandi þau bóluefni sem samningar framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins taka til og afhendingu þeirra,“ segir í tilkynningunni.

„Bóluefnunum er útdeilt hlutfallslega jafnt þeirra þjóða sem aðild eiga að samningunum miðað við íbúafjölda og Ísland er aðili að þeim samningum.“

Útflutningur bannaður til Íslands

Greint var frá því á mbl.is fyrr í kvöld að Evrópusambandið hefði ákveðið að banna út­flutn­ing á bólu­efni gegn kór­ónu­veirunni til Íslands, auk annarra landa. Sér­staka heim­ild mun nú þurfa til að flytja bólu­efni frá ríkj­um sam­bands­ins til Íslands.

Sett eru tvö ný skil­yrði fyr­ir út­flutn­ingi bólu­efna frá ríkj­um sam­bands­ins. Ann­ars veg­ar er litið til þess hvort inn­flutn­ingslandið hamli sjálft út­flutn­ingi bólu­efna eða efna sem nýt­ast til að fram­leiða þau.

Hins veg­ar er litið til þess hvort staða far­ald­urs­ins sé betri eða verri í viðkom­andi landi, í sam­an­b­urði við Evr­ópu­sam­bandið. Er þá um að ræða stöðu bólu­setn­inga, aðgang að bólu­efn­um og hversu út­breidd­ur far­ald­ur­inn er.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert