Bændasamtökin sameinast í júní

Gunnar Þorgeirsson formaður Bændasamtka Íslands.
Gunnar Þorgeirsson formaður Bændasamtka Íslands.

Bændasamtök Íslands (BÍ) og búgreinafélög munu sameinast undir merkjum BÍ. Tillaga um nýtt félagskerfi bænda var samþykkt á búnaðarþingi í gær með öllum greiddum atkvæðum.

Markmið sameiningarinnar er að auka skilvirkni félagskerfis bænda og efla hagsmunagæslu í landbúnaði. Þótt búgreinafélögin gangi inn í Bændasamtök Íslands verða haldin búgreinaþing til að fjalla um sérmál en búnaðarþing fjallar aftur á móti um sameiginleg hagsmunamál.

Í ályktun þingsins er því beint til búgreinafélaga sem hyggjast sameinast Bændasamtökum Íslands að gera nauðsynlegar ráðstafanir og breytingar á sínum samþykktum þannig að sameining megi ganga í gegn um mitt þetta ár. Nýjar samþykktir BÍ og þingsköp búnaðarþings og búgreinaþings verða lögð fyrir til samþykktar á aukafundi búnaðarþings 10. júní nk.

Búnaðarþing ályktaði um ýmis mál. Sem dæmi má nefna að þess var krafist að stjórnvöld létu heilbrigði landsmanna njóta vafans umfram viðskiptahagsmuni innflutningsfyrirtækja þegar kemur að sjúkdómavörnum og nefnt að sýklalyfjaónæmi væri orðin ein helsta heilbrigðisógn í heiminum. helgi@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert