Bólusetningar með efni AstraZeneca byrja aftur

Svandís Svavarsdóttir á fundinum í Hörpu.
Svandís Svavarsdóttir á fundinum í Hörpu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Tekin hefur verið ákvörðun um að hefja bólusetningar með bóluefni AstraZeneca á nýjan leik. Þetta kom fram í máli Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra á blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar í Hörpu.

Ráðgjafahópur Evrópusambandsins í málefnum bólusetninga mun gefa það út á næstu dögum að mælt verði með notkun bóluefnisins.

Hér á landi verða þeir sem eru 70 ára og eldri bólusettir með efninu. Það hefur það í för með sér að þeir bóluefnaskammtar sem eru til og eru væntanlegir á næstu tveimur vikum samkvæmt afhendingaráætlunum munu duga fyrir bæði heilbrigðisstarfsfólk og þau sem eru 70 ára og eldri.

Svandís sagði það vera gleðifréttirnar á þessum „sérkennilega“ fundi.

Heilbrigðisstarfsmaður í London með bóluefni AstraZeneca.
Heilbrigðisstarfsmaður í London með bóluefni AstraZeneca. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka