Fólk verði sem minnst á ferðinni um páskana

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á fundinum.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á fundinum. mbl.is/Kristinn Magnússon

Stjórnvöld hvetja fólk til að vera sem minnst á ferðinni um páskana vegna aukinnar smithættu. Nánari útfærsla verður tilkynnt á næstu dögum.

Þetta sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á blaðamannafundi.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði markmiðið með aðgerðunum vera að draga úr samneyti fólks. Eðli málsins samkvæmt verði fólk hvatt til aukinnar fjarvinnu, enda hafi hún virkað vel áður.

Endurskoða þarf ákvörðunina um að bjóða upp á rútuferðir fyrir fólk til að fylgjast með eldgosinu í Geldingadölum. Þetta sagði Rögnvaldur Ólafsson frá almannavörnum.

Rögnvaldur Ólafsson hjá almannavörnum.
Rögnvaldur Ólafsson hjá almannavörnum. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert