Útsýnið þegar horft er af Fagradalsfjalli austur yfir Geldingadali hefur breyst töluvert síðustu daga eftir að eldgos hófst á föstudagskvöld.
Breytingin er greinileg þegar borin er saman mynd sem Arnþór Óli Arason tók 31. júlí 2011 og skjáskot úr vefmyndavél RÚV þar sem horft er yfir sama svæði í dag.
Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjallafræði við Háskóla Íslands, hallast að því eldgosið í Geldingadal í Fagradalsfjalli geti þróast í svonefnt dyngjugos. Slík gos geta getið af sér heilu fjöllin og vara oft árum saman.