Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis hafði boðað til upplýsingafundar klukkan 11:00 í dag. Hætt var við fundinn um hálfri klukkustund eftir að hann var boðaður.
Undanfarnar vikur hefur venjan verið að halda upplýsingafund á fimmtudögum og er því um aukafund að ræða. Óvitað er hvers vegna tilefni þótti til þess að halda fundinn en Þórólfur hefur sagt að ef staðan á faraldrinum hérlendis haldi áfram að versna verði líklega gripið til hertra aðgerða til þess að hefta útbreiðslu hans.
Nokkur innanlandssmit greindust utan sóttkvíar á föstudag og um helgina. Þá greindist eitt smit á mánudag innan sóttkvíar. Þórólfur hefur sagt að um samfélagslegt smit sé að ræða. Þá er útlit fyrir að rót smitanna sé enn óþekkt í einhverjum tilvikum.