Háskólabyggingum lokað á miðnætti

Kennsla í öllum skólum nema leikskólum verður rafræn fram yfir …
Kennsla í öllum skólum nema leikskólum verður rafræn fram yfir páska hið minnsta.

Byggingum Háskóla Íslands verður lokað á miðnætti og verða þær lokaðar að minnsta kosti fram yfir páska. Þá verður öll kennsla í skólanum rafræn á sama tímabili í samræmi við þær reglur sem kynntar voru á blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar í dag. Þetta kemur fram í bréfi rektors til nemenda og starfsfólks skólans.

Undantekningar frá lokuninni eru Stúdentakjallarinn, sem er veitingastaður og starfar samkvæmt þeim reglum sem gilda um þá, og Bóksala stúdenta á Háskólatorgi.

Starfsfólk skólans er hvatt til að hafa samráð um vinnutilhögun við næsta stjórnanda og vinna heima sé þess kostur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert