Hraunpollar á svipstundu

Hraunpollur myndaðist á svipstundu.
Hraunpollur myndaðist á svipstundu. Skjáskot

Hraunpollar geta myndast á svipstundu á gossvæðinu í Geldingadölum eins og sjá má í þessu magnaða myndbandi sem Aníta Ólöf Jónsdóttir tók og birti á Facebook-síðu Hekluhesta í dag. 

Eldglóandi hraun tók að renna undir storknað hraun sem féll saman og myndaði stóran hraunpoll austan við minni gíginn sem hefur sótt í sig veðrið undanfarinn sólarhring.

Sjón er sögu ríkari.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert