Kári: „Annað í þessu sem má ekki ræða“

Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar.
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Skjáskot/Kastljós

„Þeir ein­stak­ling­ar sem greind­ust núna yfir helg­ina voru með veiru sem við get­um ekki rakið til neinna. Það bend­ir til þess að veir­an hafi laumað sér inn í landið með ein­stak­lingi sem við misst­um ein­hvern veg­inn af.“

Þetta sagði Kári Stef­áns­son for­stjóri Íslenskr­ar erfðagrein­ing­ar í Kast­ljósi Rík­is­út­varps­ins í kvöld, þegar rætt var um landa­mæra­eft­ir­lit og rakn­ingu smita á Íslandi.

Koma sýkt­ir frá Aust­ur-Evr­ópu

„Svo er annað í þessu sem má ekki ræða, sem er svo­lítið erfitt,“ sagði Kári svo.

„Mjög stór hundraðshluti þeirra sem koma hingað sýkt­ir koma frá Aust­ur-Evr­ópu. Býsna stór hundraðshluti þeirra hef­ur bú­setu á Íslandi, en eru nú at­vinnu­laus­ir og koma hingað til þess að fá at­vinnu­leys­is­bæt­ur með reglu­legu milli­bili, og fara síðan heim til sín.“

„Ástæðan fyr­ir því að það er erfitt að tala um þetta er sú að það er svo stutt milli þess að segja þetta, og ein­hvers kon­ar út­lend­inga­andúðar, sem er óá­sætt­an­leg,“ sagði hann.

„En þetta er bara staðreynd, svona líta töl­urn­ar út, og við verðum að finna ein­hverja leið til að tak­ast á við það.“

Þátt­ur kvölds­ins var helgaður hert­um sam­komutak­mörk­un­um, sem rík­is­stjórn­in kynnti á blaðamanna­fundi í dag, og var Þórólf­ur Guðna­son sótt­varna­lækn­ir gest­ur þátt­ar­ins ásamt Kára.

Leik­skól­um verði lokað

Þá seg­ist Kári vilja loka leik­skól­um, en það er eina skóla­stigið sem enn er opið.

„Þetta eru um­fangs­mikl­ar aðgerðir. Við erum að leggja allt sam­fé­lagið að veði til að ná utan um þessa bylgju,“ sagði hann.

„Þess vegna er ég svo­lítið ósátt­ur við það að við skul­um halda leik­skól­um opn­um. Vegna þess að þó svo að börn smit­ist síður en full­orðnir, þá smit­ast þau samt. Þó þau verði minna las­in, þá verða þau samt las­in.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert