Leikskólar á höfuðborgarsvæðinu verða opnaðir klukkan 12 á hádegi á morgun, fimmtudag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavarnanefnd höfuðborgarsvæðisins.
Fyrri partur morgundags verður nyttur til að innleiða breytt skipulag svo að starfsemi leikskóla með breyttu skipulagi verði farsælt, að því er segir í tilkynningu.
Aðeins mega tíu fullorðnir vera saman í hverju sóttvarnahólfi og töluverður hausverkur að laga skólastarfið að þeim reglum.