Lengja tímann sem opið er áður en bannið skellur á

Síðustu forvöð eru til að skella sér á skíði í …
Síðustu forvöð eru til að skella sér á skíði í Hlíðarfjalli. Opið er til klukkan 22 í kvöld.

Ákveðið hefur verið að lengja tímann sem opið er á skíðasvæðinu í Hlíðarfjalli um þrjá klukkutíma í dag. Svæðinu verður lokað klukkan 22 í kvöld í staðinn fyrir klukkan 19. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hlíðarfjalli.

Brynjar Helgi Ásgeirsson forstöðumaður skíðasvæðisins bendir á að með lokunum sem kynntar voru í dag hafi skíðasvæðið misst öll viðskipti næstu þrjár vikurnar, þar með talið yfir páskahelgina sem jafnan er skíðasvæðum drjúg.

Landsmóti aflýst

Sárt sé að horfa upp á það á sama tíma og samfélagslegt smit á Norðurlandi sé jafnlítið og raun ber vitni. Þá hafi þurft að aflýsa landsmóti skíðamanna sem átti að hefjast á morgun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert