Smitum ekki fjölgað á súrálsskipi

Skipið Taurus Confidence kom til hafnar í Reyðarfirði á laugardag.
Skipið Taurus Confidence kom til hafnar í Reyðarfirði á laugardag.

Ekkert nýtt smit hefur greinst um borð í flutningaskipinu Taurus Confidence, sem kom til hafnar í Reyðarfirði á laugardag.

Við sýnatöku á laugardag reyndust tíu skipverjar af nítján sýktir af Covid-19 og eru þeir í einangrun á skipinu en aðrir skipverjar í sóttkví. Tekin voru sýni að nýju á mánudag og niðurstaða þeirrar sýnatöku, sem fyrr segir, að ekkert nýtt smit hafi greinst um borð.

Í tilkynningu frá lögreglu segir að vel sé fylgst með skipverjum og þeim veit taðhlynning eftir þörfum, síðast um hádegisbil í dag þegar læknir og hjúkrunarfræðingur fóru um borð til að meta líðan þeirra veiku. Enginn hinna smituðu er alvarlega veikur og því hefur ekki verið talin ástæða til að flytja neinn frá borði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert