Staðnám einungis heimilt í leikskólum

Ríkisstjórnin kynnir nýjar sóttvarnaaðgerðir í Hörpu.
Ríkisstjórnin kynnir nýjar sóttvarnaaðgerðir í Hörpu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Tekin hefur verið sú ákvörðun að staðnám á grunnskóla-, framhalds- og háskólastigi verði óheimilt frá og með deginum í dag fram til 1. apríl vegna stöðunnar á kórónuveirufaraldrinum.

Þetta sagði Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningamálaráðherra, á blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar í Hörpu.

Skólar geta ákveðið að fara í fjarnám fram að páskafríi en Lilja sagði einnig hægt að nýta tímann til að skapa svigrum. Ráðuneytið mun í framhaldinu kynna nýja reglugerð um stöðuna í skólamálum.

Markmið stjórnvalda með þessum aðgerðum er skýr. „Við ætlum að vernda samfélagið okkar, ná tökum á þessu hratt og örugglega og við teljum að þetta sé besta leiðin til þess,“ sagði Lilja og bætti við:

„Við höfum gert þetta áður og getum gert þetta aftur. Íslenskt samfélag er mjög sterkt samfélag. Þetta mun takast.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert