Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í dag tvo menn í tíu vikna farbann, eða til miðvikudagsins 2. júní.
Var það gert að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, en mennirnir eru til rannsóknar vegna manndrápsins í Rauðagerði sem framið var í síðasta mánuði.
Báðir mennirnir verða því nú lausir úr gæsluvarðhaldi, en lögregla lagði ekki fram kröfu um áframhaldandi gæsluvarðhald yfir þeim.