Undirbúa nýja línu yfir Holtavörðuheiði

Háspennulínur verða lagðar yfir Holtavörðuheiði.
Háspennulínur verða lagðar yfir Holtavörðuheiði. mbl.is/ÞÖK

Landsnet hefur hafið undirbúning að lagningu Holtavörðuheiðarlínu sem liggja á frá tengivirkinu á Klafastöðum við Grundartanga og að nýju tengivirki á Holtavörðuheiði.

Ekki hefur verið ákveðið hvar nýja línan mun liggja en meðal annars er litið til þeirra háspennulína sem fyrir eru, Vatnshamralínu 1 og Hrútatungulínu 1 sem liggja úr Hvalfirði í Hrútafjörð.

Holtavörðuheiðarlína er liður í styrkingu byggðalínunnar á milli Suðvesturlands og Austurlands með uppbyggingu 220 kV háspennulínu. Framkvæmdir eru hafnar við Hólasandslínu 3 og Kröflulínu 3 sem liggja á milli Akureyrar og Fljótsdals og unnið að mati á umhverfisáhrifum Blöndulínu 3 sem tengir Akureyri við Blönduvirkjun. Eftir er þá umrædd Holtavörðuheiðarlína og önnur háspennulína frá Holtavörðuheiði að Blönduvirkjun.

Í umfjöllun um áform þessi í Morgunblaðinu í dag segir Elín Sigríður Óladóttir, samráðsfulltrúi Landsnets, að ekki sé búið að ákveða staðsetningu nýs tengivirkis á Holtavörðuheiði eða línuleiðina. Það sé verkefni matsferlis vegna umhverfismats.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

  • Engin mynd til af bloggara Gunnar Heiðarsson: ???
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert