Utanvegaakstur kærður til lögreglu

Dæmi erum um að torfærutækjum hafi verið ekið frá Húsafjalli …
Dæmi erum um að torfærutækjum hafi verið ekið frá Húsafjalli til norðausturs að Fagradalsfjalli, um 4 km leið yfir ósnortið hraun. Ljósmynd/Umhverfisstofnun

Starfsmenn Umhverfisstofnunar hafa orðið vitni að ítrekuðum akstri utan vega ásamt því að almenningur hefur sent inn ábendingar. Fjölda ökutækja sem ekið hefur verið utan vega er sennilega án fordæma en tvær kærur hafa þegar verið sendar lögreglu og fleiri eru í vinnslu.

Þetta kemur fram á vef Umhverfisstofnunar.

Mest virðist hafa verið ekið í gegnum Meradali og inn í botn Nátthaga. Þar liggja slóðar og för eftir ökutæki sem ná langt út frá þeim vegum sem skráðir eru á svæðinu í aðalskipulag Grindavíkur.

Á þessu korti má sjá skráða vegi en ítrekað hefur …
Á þessu korti má sjá skráða vegi en ítrekað hefur verið ekið út af slóðum og farið nýjar leiðir.

Jafnframt hefur ítrekað verið ekið út af þessum slóðum og farið nýjar leiðir - upp fjallshlíðar, dalbotna og hryggi, sem myndað hefur nýja slóða sem aðrir elta. Dæmi erum um að torfærutækjum hafi verið ekið frá Húsafjalli til norðausturs að Fagradalsfjalli, um 4 km leið yfir ósnortið hraun, segir á vef Umhverfisstofnunar.

Í gær fóru starfsmenn stofnunarinnar í Nátthaga og Meradali til að skoða verksummerki. Stór svæði liggja þar undir skemmdum, þar sem hópum af torfærutækjum og jeppum hefur verið ekið upp brekkur og upp á fjallshryggi.

Myndin er tekin í Nátthaga.
Myndin er tekin í Nátthaga. Ljósmynd/Umhverfisstofnun

Umhverfisstofnun hefur verið í samskiptum við lögreglu og landeigendur vegna þessa mála. Tvö mála hafa þegar endað með kæru til lögreglu og mun stofnunin vísa fleiri málum til lögreglu í dag á grundvelli 31. greinar náttúruverndarlaga. Umferð ökutækja á þessum svæðum getur einnig hindrað störf almannavarna og björgunarsveita og er akstur á slóðum sem liggja út frá Suðurstrandarvegi óheimill fyrir aðra en viðbragðsaðila og vísindafólk.  

Fulltrúi landeigenda vill koma þeim skilaboðum á framfæri að þeir sem hyggjast skoða gosstöðvarnar sýni stillingu og virði landið, sérstaklega í ljósi þess að aðsóknin er jafn mikil og hún er. Verið er að skoða möguleika á að bæta aðgengi enn frekar að svæðinu með skynsamlegum leiðum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert