Villa gaf í skyn stóran skjálfta við Keili

Bygging Veðurstofu Íslands.
Bygging Veðurstofu Íslands. mbl.is/Arnþór Birkisson

Villa á vef Veðurstofu Íslands gaf í skyn fyrr í kvöld að jarðskjálfti upp á 4,2 hefði orðið um kílómetra vestur af Keili, en raunin var önnur.

Þegar blaðamaður mbl.is hringdi í Veðurstofuna til að fá nánari upplýsingar um skjálftann kannaðist veðurfræðingur ekki við neinn jarðskjálfta af þeirri stærð á svæðinu.

Svona leit skjálftatilkynningin út á vefsíðu Veðurstofunnar.
Svona leit skjálftatilkynningin út á vefsíðu Veðurstofunnar. Skjáskot

„Það geta komið falsskjálftar út frá villu í kerfinu,“ benti veðurfræðingurinn á þegar blaðamaður vísaði á vefsíðu Veðurstofunnar máli sínu til stuðnings.

Fljótlega kom í ljós að um falsskjálfta var að ræða, þar sem engin önnur merki höfðu fundist á mælitækjum Veðurstofunnar.

Vefurinn VolcanoDiscovery hefur unnið að því er virðist sjálfvirka frétt upp úr falsskjálftanum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert