Ávinningurinn mun meiri en áhættan

Alma D. Möller landlæknir.
Alma D. Möller landlæknir. Ljósmynd/Almannavarnir

Augljóst er að ávinningurinn hjá eldra fólki að þiggja bóluefni AstraZeneca er mun meiri en áhættan, sagði Alma Möller landlæknir á upplýsingafundi almannavarna þar sem farið var yfir þá ákvörðun að hefja aftur bólusetningu með efninu.

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra greindi frá því í gær þegar hertar aðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins voru kynntar en hér á landi verða þeir sem eru 70 ára og eldri bólu­sett­ir með efn­inu.

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði ákvörðunina byggja á rannsóknum erlendis sem gefi til kynna að bóluefni AstraZeneca veiti 85% vörn.

Hann hvetur alla sem fá boð til að mæta í bólusetningar og ítrekar að bóluefnið sé virkt og öruggt fyrir eldra fólkið. Aukaverkanir af völdum efnisins, til að mynda blóðtappar, hafa helst komið upp hjá ung­um kon­um, yngri en 55 ára, eft­ir bólu­setn­ingu með efn­inu.

Rögnvaldur Ólafsson aðstoðaryfirlögregluþjónn, Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Alma Möller landlæknir …
Rögnvaldur Ólafsson aðstoðaryfirlögregluþjónn, Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Alma Möller landlæknir á upplýsingafundi dagsins. Ljósmynd/Almannavarnir

Sóttvarnalæknir segir að það þurfi að nota þetta fína bóluefni og ekki sé aukin áhætta fólgin í því að þiggja að umfram annað efni. Ef það sýni sig hins vegar að fólk vilji ekki þetta bóluefni þurfi að hugsa aðra nálgun.

Þórólfur sagði enn fremur að forgangsröðun í bólusetningu sé óbreytt og ekkert hafi breyst varðandi mögulega bólusetningu barna; hún standi ekki til en fylgst sé með rannsóknum erlends hvað það varðar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert