„Það er hávaðarok og gönguleiðin er orðin flughál. Það er fólk enn á gönguleið A og við erum hægt og rólega að vísa fólki frá þegar það klára að taka myndir,“ segir Jakob Guðmundsson, björgunarsveitarmaður í björgunarsveitinni Brák í Borgarbyggð sem staddur er á gossvæðinu, þar sem ný gönguleið B endar.
Hann segir fólki frjálst að klára að smella af myndum, „en miðað við veðurspá og færi núna þá er betra að velja einhvern annan dag í þetta“.
Jakob segir að nokkur tilvik hafi orðið í dag vegna örmögnunar og minni háttar slysa, þar sem fólk hefur dottið.
Nokkrir hópar björgunarsveitarfólks eru í aðgerðum núna við að aðstoða fólk til baka. Enn bætir í vind.
Ekki hafa orðið alvarleg slys á fólki á gosstað eða gönguleiðum svo vitað sé til.
Gönguleiðinni að gosstöðvunum í Geldingadölum hefur nú verið lokað vegna slæmra aðstæðna. Í fjalllendi á svæðinu eru...
Posted by Slysavarnafélagið Landsbjörg on Thursday, 25 March 2021