Engin sóttvarnarleg rök eru fyrir því að loka leikskólum að sögn Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. Hann fór yfir það af hverju leikskólar eru eina skólastigið sem helst opið eftir að gripið var til hertra aðgerða vegna fjölgunar kórónuveirusmita.
Þórólfur sagði á upplýsingafundi almannavarna að upplýsingar frá Norðurlöndum séu á þá leið að smithætta sé ekki aukin hjá börnum á leikskólaaldri. Breska afbrigðið sé meira smitandi og valdi meiri veikindum hjá öllum aldurshópum, nema hjá yngstu börnunum.
„Við höfum ekki lokað leikskólum í faraldrinum,“ sagði Þórólfur og bætti við að börn þar séu mun minna smitandi.
„Lokun leikskóla gæti valdið mikilli röskun á öðrum stöðum, eins og til að mynda heilbrigðisstofunum,“ sagði Þórólfur.