Hæstiréttur hafnaði í dag kröfu manns og VR á hendur Atvinnuleysistryggingarsjóði um greiðslu dráttarvaxta samkvæmt lögum um vexti og verðtryggingu fyrir atvinnuleysisbætur í stað vaxta af skaðabótakröfum samkvæmt sömu lögum.
Atvinnuleysistryggingasjóði var gert að greiða umræddar bætur með dómi Hæstaréttar árið 2016 þar sem viðurkennt var að við styttingu bótatímabils atvinnuleysistrygginga árið 2015 hafi sjóðnum verið óheimilt að skerða rétt þeirra, sem höfðu virkan rétt til atvinnuleysisbóta, til greiðslu atvinnuleysisbóta sem var virkur 31. desember 2014 með því að stytta bótatímabil um sex mánuði.
Í dómi Hæstaréttar kom fram að í lögum um atvinnuleysistryggingar er einungis kveðið á um dráttarvexti af vangreiddum atvinnuleysisbótum.
Talið var að orðalag laga um atvinnuleysistryggingar og athugasemdir í greinargerð tækju af öll tvímæli um að kröfur um vangreiddar atvinnuleysisbætur skyldu aðeins bera vexti líkt og í skaðabótakröfum samkvæmt til þess dags sem þær væru greiddar en ekki dráttarvexti.