Á meðan sumir taka myndir af gosinu á farsíma sína ganga aðrir lengra. Meðal þeirra er Ólafur Þórisson, sem sendi mbl.is meðfylgjandi myndband. Myndbandið var tekið úr flygildi og sýnir gosið í allri sinni dýrð.
Fólk flykkist enn í Geldingadali á Reykjanesskaga til þess að berja margumrætt eldgos augum. Í dag var stikuð ný leið að gosinu vegna gasmengunar á þeirri leið sem áður hafði verið stikuð.
Á myndbandinu má sjá hvernig fólk hefur valið sér útsýnisstað ofan af fjallinu þar sem horfa má yfir Geldingadali og gosið.