Íbúðum í byggingu fækkar milli ára

Aðalhagfræðingur SI segir þróunina afleiðingu þeirrar stefnu að þétta byggð …
Aðalhagfræðingur SI segir þróunina afleiðingu þeirrar stefnu að þétta byggð á kostnað nýrra hverfa.

Íbúðum í byggingu fækkar um ríflega 1.100 milli ára. Þá er útlit fyrir að ríflega 400 færri íbúðir verði fullbúnar eftir ár en áður var áætlað. Þetta má lesa úr íbúðatalningu Samtaka iðnaðarins.

Heildarfjöldi íbúða í byggingu í marsmánuði 2018-2021 er sýndur á grafinu hér til hliðar. Eins og sjá má eru nú ríflega 2.000 færri íbúðir í byggingu en í mars 2019. Talningin fer fram á höfuðborgarsvæðinu, í nágrenni þess og á Norðurlandi.

Hægra megin á grafinu má svo sjá spá SI um fullbúnar íbúðir á næsta ári. Gangi spáin eftir verða 1.790 íbúðir fullbúnar á landinu öllu á næsta ári. Þar af 1.484 á höfuðborgarsvæðinu og 306 í nágrenni þess. Til samanburðar var því spáð í mars í fyrra að ríflega 2.200 íbúðir yrðu fullbúnar í mars á næsta ári. Ingólfur Bender, aðalhagfræðingur Samtaka iðnaðarins, segir íbúðum í byggingu fækka á öllum byggingarstigum milli talninga. Þá hafi lagerinn af fullbúnum íbúðum nær selst upp undanfarið en eins og Morgunblaðið hefur rakið hefur spurn eftir fullbúnum íbúðum verið vaxandi.

„Við höfum ekki séð færri íbúðir í byggingu í fjögur ár hér á höfuðborgarsvæðinu. Þetta er mesta fækkun íbúða í byggingu milli ára frá upphafi mælinga hjá okkur sem var 2010,“ segir Ingólfur. Það sé áhyggjuefni að ekki skuli vera fleiri íbúðir á fyrstu byggingarstigum. Það kalli á lítið framboð á fullbúnum íbúðum litið fram í tímann og ójafnvægi á markaðnum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert