Loka fyrir aðgengi að gosstöðvunum

Viðbragðsaðilar að störfum við Geldingadali.
Viðbragðsaðilar að störfum við Geldingadali. mbl.is/Kristinn Magnússon

Lögreglan á Suðurnesjum hefur tekið ákvörðun um að loka fyrir aðgengi að gosstöðvunum í Geldingadal. 

Vísar hún til þess að veður fari versnandi og erfiðar aðstæður séu á svæðinu. Ástandið verði endurmetið að morgni. Vegna versnandi veðurs og erfiðra aðstæðna á gossvæðinu hefur verið tekin ákvörðun um að loka svæðinu fyrir kvöldið.

Ástandið verði endurmetið í fyrramálið.

Fjöldi fólks er á svæðinu og blaðamaður mbl.is tók fyrr í kvöld eftir því að margir þeirra sem lögðu í gönguna voru illa eða jafnvel mjög illa útbúnir.

Löng röð kyrrstæðra bíla er sömuleiðis á Suðurstrandarvegi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert