Reglugerðinni, sem kveður á um stórhertar sóttvarnaaðgerðir og tók gildi á miðnætti, hefur þegar verið breytt.
Ný reglugerð felur í sér þá breytingu að lyfja- og matvöruverslunum verður heimilt að taka á móti að hámarki 100 viðskiptavinum, að uppfylltum öðrum skilyrðum reglugerðarinnar, í stað 50.
Var hún birt í dag og hefur þegar tekið gildi. Óbreyttar reglur gilda í öðrum verslunum.
Í verslunum gildir því eftirfarandi regla við gildistöku breytingarreglugerðarinnar:
Þrátt fyrir ákvæði um 10 manna fjöldatakmörkun er verslunum heimilt að taka við fimm viðskiptavinum á hverja 10 m², þó að hámarki 50 viðskiptavini í rými, en 100 viðskiptavini í lyfja- og matvöruverslunum. Þá er heimilt að hafa allt að 20 starfsmenn í sama rými og viðskiptavinir að því gefnu að uppfyllt sé það skilyrði að tryggja megi að hægt sé að hafa a.m.k. 2 metra á milli einstaklinga sem ekki eru í nánum tengslum.